Sigurður árni Sigurðsson hefur lengi verið hugfanginn af skuggum og skoðað þá frá ýmsum hliðum í málverkum sínum og skúlptúrum. Með skuggum verður til rými og Sigurður Árni hefur meðal annars beitt þeim til að búa til rými milli strigans og málaðra flata. hann hefur líka málað myndir sem sýna bara skuggann af hlutnum en eki hlutinn sjálfan. Þau verk trufla skynjunina því mann er hætt við að fara að horfa í kringum sig til að sjá hvað varpi skugganum: Ef sðaeins skugginn sést á veggnum hlýtur myndefnið að standa við hliðina á mér í sýningarsalnum.
Heilagir skuggar: Sigurður Árni Sigurðsson
Past exhibition