Tvö ský, eins ský, eða næstum, nema annað er eins og hönd og hitt hundur. Eins og frosið eldstæði í gamallri Kapellu. Eins og brunnið fiðrildi sem molnar. Eins og snagi, skál eða kanna. Ég lyfti gangstéttarhellu. Undir henni er krökt af lífi. Eins og lítil iðandi borg og ég er risinn.
Óskilgreindur hlutur og hugurinn reynir að ráða gátuna, finna það kunnulega. Þú þekkir hlutinn og verkefnið er að staðsetja hann í tíma og rúmi. Bingo, eins og múrsteinarnir á húsi nágrannans.
Á sýningunni Eins & & er leikið með tengingar jafnt sem samstæður. Leikur þar sem horft er handan þess augljósa og hugurinn fær að reika áfram
... og allt verður mögulegt.