Fyrir löngu var ekkert tákn fyrir ekkert. Síðan komu tákn sem gáfu til kynna að það vantaði eitthvað. Og að lokum komu fram hugmyndir um að ekkert sé eitthvað.
Á sýningunni vinnur Ásta með ýmiss konar goðafræði, lífsspeki, ævintýri, trú, helgisiði og birtingarmynd þeirra í hlutum, minjagripum, heillagripum o.fl. Til hliðsjónar er notkun á yfirnáttúrulega hlöðnum hlutum og andlegu gildi þeirra frá fornum tímum og til dagsins í dag.