Dagana 1.–3. janúar 2023 verður Auglýsingahlé á yfir 450 stafrænum flötum Billboard um allt höfuðborgarsvæðið þegar sýnt verður nýtt verk
eftir myndlistarmanninn Sigurð Ámundason sem valinn var úr hópi yfir 40 umsækjenda.
eftir myndlistarmanninn Sigurð Ámundason sem valinn var úr hópi yfir 40 umsækjenda.
Þetta er í annað sinn sem Billboard í samstarfið við Listasafn Reykjavíkur og Y gallerý efnir til opinnar samkepnni meðal listamanna um myndlistarverk í almannarými. Reikna má með að yfir 80% höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern og er verkefnið frábær vettvangur fyrir myndlist í almenningsrými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina.
Sigurður lýsir verkinu á þennan hátt: "Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófskenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt."