Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn með frásagnir og merkingu sögunnar og gefur fundnu efni samhengi og nýjaþýðingu innan ramma myndlistar. List hans er ekki bundinn ákveðnum miðli en verk hans eru jafnan hlutar eða brot úr stærri leiðangri sem tekur á sig samhengi þess sýningarstaðar sem verkið er hluti af hverju sinni.
Bókverk, auk annars prentefnis skipa veigamikinn þátt í höfundarverki listamannsins.
Unnar Örn útskrifaðist árið 1999 frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við Listaháskólann í Malmö 2003.